Þinn hundur, þinn hundaskítur
Það er líklega rétt hjá Ólafi Þ. Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins að upphaf hatursorðræðunnar í garð múslima varð ekki til innan framsóknarflokksins. Sú umræða var fyrir víða í samfélaginu og hjá skipulögðum haturshópum án þó þess að komast upp á yfirborðið.
En það var framsóknarflokkurinn sem veitti umræðunni farveg og bauð hatursfólkinu upp á vettvang fyrir boðskap sinn. Það gerði hann í skiptum fyrir atkvæði þessa fólks. Forysta flokksins tók það gott og gilt. Formaður flokksins lét þetta óátalið og félagsmálaráðherrann var utan þjónustusvæðis á meðan beðið var eftir því að atkvæðin skiluðu sér í hús.
Flokkurinn fékk tvo fulltrúa kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur á þessum forsendum og smitáhrifanna gætti víðar um landið á fylgi flokksins. Á meðan forystufólk framsóknarflokksins, ráðherrar, þingmenn og sveitastjórnarmenn hreinsa ekki þennan skít upp eftir sig er og verður flokkurinn vettvangur fyrir þá hatursorðræðu sem frambjóðendur hans voru kosnir út á í síðustu viku.
Það gerir það enginn fyrir þau.
- Hugsanlega afdrifaríkur dómur - 26/03/2018
- Vandi Vinstri grænna - 23/01/2018
- Gamlar og vondar hugmyndir - 08/01/2018