Skuggahliðar menningarinnar.
Eimreiðin 1. sept. 1910 Þorvaldur Thoroddsen.
Skuggahliðar menningarinnar. Öfgastefnur :
„Þess hefir fyrr verið getið, að vísindin fyrir lok 19. aldar sýndust í margra augum komin að takmarki sínu, þau virtust hafa fundið samræmi allra náttúrlegra fyrirbrigða, eining í efni og öflum alheimsins; sérhverjum hlut lifandi og dauðrar náttúru var skipað í sæti sitt og samastað, alt virtist óslítandi fullkomnunar og framfarakeðja. Mörgum fannst alheimurinn allur vera eins og stórt sigurverk, sem gengi reglulega af sjálfu sér frá eilífð til eilífðar; dýpra leituðu menn ekki, en svömluðu ánægðir á yfirborðinu…………
Ritstjórarnir skáka í því hróksvaldi, að lesendur þeirra sjái ekki önnur blöð, og þegar þeim eru borin á brýn ósannindi, ber það eigi sjaldan við, að slíkir menn svara blygðunarlaust: Hvað gerir það til, ef það gengur í fólkið. Þá er tilganginum náð.
Í sumum löndum lifa stór blöð eingöngu á mútum pólitískra spekúlanta og fjárglæframanna, sem vilja láta fegra ýmislegt gróðabrall. Þetta er nú andlega fæðan, sem mikill hluti alþýðu lifir á. Hinir lítilsigldari hlaupa eins og sauðir eftir því flokksblaði, sem þeir eru vanir að lesa, og dáleiðast smátt og smátt af skoðunum þess, unz þeir ekki vilja heyra neitt annað.
Sumir standa uppi vankaðir og ráðalausir og vita ekki, hvert þeir eiga að snúa sér. Enda útheimtir það ekki litla þekkingu og dómgreind, að geta fundið, hvað rétt er innanum þann aragrúa af staðhæfingum, sem flokkarnir berja blákalt fram.
Þetta alt eru mikil vonbrigði fyrir vini alþýðumenntunarinnar; hvernig sem þeir vinna og berjast, ónýtist árangurinn, því óvinurinn sáir jafnóðum illgresi í akurinn……………
Skuggarnir grúfa á seinni árum auðsjáanlega alltof mikið yfir Íslandi, en sólskinsblettirnir eru of smáir; vonandi stækka þeir þó með tímanum, þegar þjóðin fer að átta sig á umheiminum.“
Síðan eru liðin ein öld + 6 ár. Með leyfi : Er þjóðin farinn að átta sig á umheiminum?
- Skuggahliðar menningarinnar. - 26/04/2016
- Nei takk ómögulega. Það er nóg komið - 07/04/2016
- Þetta er ógeðslegt þjóðfélag - 04/04/2016