Ísland í dag
Með morgunkaffinu :
Forsætis segir ekki ganga upp að Alþingi sé leigutaki, það sé bara ekki í samræmi við hans stjórnarhætti og því óásættanlegt. Á þeim forsendum verði að vinda sér í að byggja nýtt hús með útliti sem uppfylli hans smekk. Ekki komi til greina að fara eftir lögbundnum leiðum um lýðræðisleg vinnubrögð. Ef þetta gangi eftir verði hann ánægður og viti að það eigi einnig við um alla þjóðina.
Forsætis segir að ekki komi annað til greina að öll ný hús sem verði byggð og sjáist út um skrifstofuglugga hans verði að uppfylla hans smekk, í því efni sé óþarfi að fara eftir lögbundnum vinnubrögðum og ákvæðum reglugerða. Til þess að ná þessu fram býður hann upp á ótímabundin leigusamning um drjúgan hluta húsanna fyrir allt stjórnarráðið (einhver besti díll sem húsbyggjanda er boðið). Ef þetta gangi eftir sé það augljóslega að hans mati besta lausnin því þá þurfi stjórnarráðið ekki að byggja sjálft og það sé mun hagkvæmara að leigja en byggja. Hann sé gríðarlega ánægður með þennan samning og han viti að öll þjóðin standi með honum.
Forsætis ýtir til hliðar öllum lögbundum reglum um verndun fornminja og gerir samning sem að öllum líkindum hljóðar upp á hálfan milljarð úr ríkissjóð til þess að ná sínu fram. Húsbyggjandi glottir ánægður í fréttatíma því hann er þar með búinn að redda peningum fyrir grunninum undir húsið. Forsætis segist vera ánægður og hann hafi fullvissu fyrir því að þetta sé í samræmi við vilja þjóðar hans og hún sé mjög ánægð með framtak hans.
Þetta er Ísland í dag, fáðu þér aftur í bollann á meðan við býðum eftir kvöldfréttatímanum til þess að fá upplýsingar um hverju við eigum að fagna í kvöld.
Með leyfi : Til hvers erum við að halda úti Alþingi og öllum þessum lögskipuðu nefndum?
- Skuggahliðar menningarinnar. - 26/04/2016
- Nei takk ómögulega. Það er nóg komið - 07/04/2016
- Þetta er ógeðslegt þjóðfélag - 04/04/2016