Fokking ótrúlegt!
Þannig hljómaði sms sending formanns sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórans í Vestmannaeyjum eftir kosningasigur sjálfstæðismanna þar. Víst er það fokking ótrúlegt að flokkur fá nær ¾ atkvæða í kosningum eins og gerðist í Eyjum.
Hitt finnst mér eiginlega fokkaðra að formaður sjálfstæðisflokksins skuli sitja í ríkisstjórn undir forystu framsóknarflokksins eftir það sem á undan er gengið. Formaður sjálfstæðisflokksins hefur látið sig hafa það að þegja við hliðina á vini sínum í framsókn og hvorki komið frá honum hósti né stuna um þá stefnu sem samstarfsflokkurinn hefur tekið upp til að mismuna fólki eftir trúabrögðum og ala á ótta og fordómum.
Það er eiginlega of fokking ótrúlegt til að vera satt.
Kannski eru þeir félagarnir bara sammála um þetta?
- Hugsanlega afdrifaríkur dómur - 26/03/2018
- Vandi Vinstri grænna - 23/01/2018
- Gamlar og vondar hugmyndir - 08/01/2018