Eygló ætti að biðjast afsökunar
Eygló Harðardóttir ráðherra segir framsóknarflokkinn vera fórnarlamb grófrar hatursumræðu sambærilegri þeirri sem beinst hefur gegn konum víða um heim. Eygló misnotaði aðstöðu sína sem ráðherra á norrænu kvennaráðstefnu Nordisk Forum í Malmö til að verja stefnu flokksins eins og hún var borin fram af leiðtoga flokksins í Reykjavík í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna.
Hún bað þátttakendur á ráðstefnunni um ráð og hjálp handa framsóknarflokknum til að geta framfylgt þeirri stefnu hans. Hún laug því að stórri ráðstefnu kvenna um jafnréttismál að framsóknarflokkurinn á Íslandi væri fórnarlamb hatursumræðu. Hún sagði ekki frá því hvernig á því stóð að hann margfaldaði fylgi sitt í Reykjavík og í hverra umboði borgarfulltrúar flokksins sitja.
Eygló varð þjóð sinni til skammar með þessum málflutningi. Hún varð jafnréttisumræðunni til skammar og hún varð sjálfri sér til skammar með framgöngu sinni á ráðstefnunni. Síðast en ekki síst gerir hún lítið úr vanda kvenna og þeirrar mismununar sem þær hafa mátt þola í gegnum ár og aldir.
Það gerir hún með því að færa ímyndarvanda framsóknarflokksins inn á þessa ráðstefnu og leggja hann að jöfnu við haturumræðu gegn konum.
Eygló Harðardóttir ætti að biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og framferði sínu.
- Hugsanlega afdrifaríkur dómur - 26/03/2018
- Vandi Vinstri grænna - 23/01/2018
- Gamlar og vondar hugmyndir - 08/01/2018