Árás úr öllum áttum að þeim sem minnst mega sín.
Íslendingar eru aldir upp í samfélagi þar sem langur vinnudagur og vinnuharka hefur til skamms tíma verið talið manndómsmerki eða jafnvel dyggð og um leið forsenda efnalegrar velmegunar í landinu.
Í alþjóðlegum skýrslum hefur komið fram að menntastig fólks á íslenskum vinnumarkaði sé mun lakara en í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Þessu veldur að brottfall nema í námi hér á landi er það hæsta sem þekkist í norðanverðri Evrópu.
Ein helsta ástæða þessa er að ungum íslendingum stendur boða að fá störf og þeir hafa nýtt sér það til þess að geta verið í námi og lítið af námslánum. Þarna er nefnilega langoftast á ferðinni ungt fólk sem kemur frá fjölskyldum sem er með tekjur sem einungis duga til almennar framfærslu.
Hér nýta stjórnmálamenn gjarnan þá afsökun um að nemar séu að slugsa á námsbrautum án greinanlegra markmiða og bara að leika sér á kostnað ríkissins. Það er að einhverju leiti rétt.
Þessi nýja staða í framhaldskólanum varð til þegar bekkjarkennsla var að mestu lögð niður og fjölbrautaskólarnir ruddu sér rúms. Oft er ein helsta ástæða þess að þar hafi námsráðgjafar ráðlagt nemum með tilliti hvaða áfangar voru lítt setnir. Svona til þess að hjálpa skólastjórninni að ná ásættanlegum rekstrarmarkmiðum að kröfu menntamálaráðuneytisins.
Það hefur síðan leitt til þess að nemar eru ekki að ljúka skipulegðum námsbrautum og endað með því að færa sig inn í verknám. T.d. hef ég tekið eftir því þegar ég hef verið að afhenda sveinsprófskýrteini undanfarin 20 ár að meðalaldur nýsveina hefur hækkað úr 21 árum í um 30 ár.
Auk þess hefur hröð tækniþróun og skortur á tæknifólki með mjög sértæka menntun orðið til þess að nemar hverfi út skipulögðu námi út á vinnumarkaðinn.
Hér spilar einnig inn ákaflega slök aðstaða í verknámsskólum og margir sækja þá frekar menntun í gegnum skipulögð námskeið og starfsþjálfun á vinnumarkaði. „Pick and mix education“ heitir þetta á alþjóðamáli.
Það mikilvægasta í námi og til aukins þroska er að neminn læri að hugsa sjálfstætt. Menntakerfið hefur hins vegar þá tilhneigingu að fella alla í sama mót. Ef einhver fer út fyrir viðurkennda staðalímynd, bregst kerfið við með því að reyna að fá viðkomandi til þess að falla inn í meðaltalið. Þetta er röng aðferð, megintilgangur kennslu á að snúast um að búa fólk undir að taka sjálfstæðar ákvarðanir og virkja mismunandi hæfileika fólks.
Í kennslu á að leggja áherslu á að hjálpa nemendum til að uppgötva eigin hæfileika, eigin sköpunargáfu og eigin ástríðu. Lítill vinnumarkaður eins og er hér á landi kallar á vítt þekkingarsvið tæknifólks svo það geti gengið til fjölbreyttari starfa og fyllt út sína vinnuviku og eins að það hafi getu og hæfileika til þess að betrumbæta menntun sína síðar á lífsleiðinni.
Á hinum Norðurlöndunum er rétturinn til þess að ljúka framhaldskólanámi á kostnað samfélagsins talin varanleg eign einstaklingsins og það sé sama hvenær á lífsleiðinni hann nýti hann. Þetta er andstætt því sem hér hefur tíðkast. Ef Íslendingur hverfur af einhverjum ástæðum úr framhaldsskólanámi, en vill ljúka því síðar á ævinni, er honum gert að greiða svimandi há námsgjöld. Á hinum Norðurlöndunum fær þjóðfélagsþegninn fjárhagsstyrki til að ljúka náminu.
Þetta var gert í kjölfar þess að símenntun er orðin viðurkennd sem nauðsyn þess að halda vinnumarkaði hvers lands samkeppnishæfum. Verkalýðshreyfingin hér á landi hefur ítrekað, en árangurslaust, reynt að fá íslensk stjórnvöld til þess að jafna þessa stöðu.
Einstaklingur sem fer ungur úr skóla skilar miklum verðmætum til samfélagsins. Það er því harla einkennileg stjórnsýsla að refsa honum með því að taka af honum þennan rétt, vilji hann síðar á lífsleiðinni taka út inneign sína til þess að ljúka framhaldsskólanámi. Ríkisstjórnin er í dag með tillögur um að herða þessa refsingu enn frekar og við þá ákvörðun bætist árlega í þennan hóp um 1000 einstaklingar samkvæmt tillögum núverandi menntamálaráðherra.
Þar að auki er ástæða að halda því til haga að það er margt sem bendir til þess að í þessum hóp sé að finna stærstan hluta af þeim sem muni skrá sig til örorku áður en eðlilegum starfsaldri er lokið, sakir þess að þarna er að finna þann hóp sem er í störfum sem framkallar mikið slit. Fyritækin varpa þessu fólki á dyr þegar starfsgeta þess minnkar.
Ríkisstjórnin er með plön í Alþingi þessa dagana um að taka námsréttinn af þessu fólki ljúki það ekki námi áður en það verður 25 ára, eins og getið er hér ofar, þá er í fjárlögum að auki áætlað að skerða umtalsvert lífeyri þessa fólks. Margt af þessu fólki er þá gert að velja að fara á full námslán eða hætta alfarið námi.
Ofan á frmanagreind spjót sem ríkisstjórnin beinir að þessu fólki eru tillögur um að fella niður jöfnun á örorkubyrði milli lífeyrissjóða sem eru í ríkisábyrgð og þeirra sem eru á almenna markaðnum. Það veldur því að lífeyrir þeirra sem eru í almennu sjóðunum skerðist um allt að 5%. Það er nefnilega í almennu sjóðnum sem flest af þessu fólki er staðsett. Semsagt til viðbótar að taka af því námréttinn, og skerða örorkubætur þessa fólk þá er ríkisstjórnin í raun að leggja sérstakan skatt á launamenn sem eru í almennu lífeyrissjóðunum, í formi skerðingar bóta.
Eðlilegt væri að ef fólk nýtir sem ekki þann þjóðfélagslega rétt að ljúka framhaldskólanámi fyrir töku örorkubóta eða lífeyris þá renni þessi inneign inn í séreignarsjóð viðkomandi.
- Skuggahliðar menningarinnar. - 26/04/2016
- Nei takk ómögulega. Það er nóg komið - 07/04/2016
- Þetta er ógeðslegt þjóðfélag - 04/04/2016