Aftökur í Bandaríkjunum
Í kjölfar ummæla íslensks ráðherra um aftökur í Bandaríkjunum kom upp í hugann George Westinghouse Jr. (1846 – 1914), en hann var bandarískur uppfinningamaður og viðskiptajöfur. Westinghouse varð efnaður á uppfinningu sinni um loftbremsu fyrir járnbrautir. Í fyrstu rafkerfunum í Bandaríkjunum var notaður jafnstraumur og var Edison umsvifamikill í framleiðslu á þeim.
Í Evrópu náðu riðstraumskerfin hins vegar undirtökum sakir þess flutningur mikillar orku var mun auðveldari með þeim. Westinghouse sá riðstraumskerfi á sýningu í Evrópu og gerði sér grein fyrir annmörkum jafnstraumsdreifikerfa Edisons. Westinghouse keypti einkaleyfi á riðstraumskerfum sem varð til þess að það urðu gríðarleg átök milli þeirra Westinghouse og Edison um hvaða rafdreifikerfi yrðu notuð í Bandaríkjunum.
Öllum brögðum breitt og pólitísk sambönd nýtt til hins ýtrasta, enda var verið að takast á um hvernig öll rafkerfi Bandaríkjanna yrðu til framtíðar. Edison hélt því fram að riðstraumskerfin væru hættuleg reyndi að fá stjórnmálamenn sem hafði á sínum snærum til þess að koma því gegn að sett yrðu lög Bandaríkjunum um að takmarka raforkuflutning við 800 volt spennu, en mistókst sú fyrirætlan. Westinghouse var ráðinn til þess að byggja vatnsorkuver árið 1891 og virkjaði Niagarafossa árið 1895.
Átökin Westinghouse og Edison stigmögnuðust og komust upp á fráleitt stig þegar Edison tók til við að sýna almenningi fram á skaðsemi riðstraums með því að drepa dýr með raflosti og láta framleiða rafmagnsstól í þeim tilgangi að sannfæra fólk um að riðstraumur væri hættulegri en jafnstraumur. Edison beitti enn áhrifum sínum meðal stjórnmálamanna og sá til þess að ráðinn var „hlutlaus“ verkfræðingur að nafni Harold P. Brown, til að framkvæma opinberlegar sýningar þar sem dýr voru tekinn af lífi með riðstraum til þess að sýna almenning fram á hversu hættulegur riðstraumurinn væri.
Brown seldi síðan þennan aftökubúnað til ríkisins fyrir 8000 dollara. Í ágúst 1890 var William Kemmler dæmdur til dauða og varð fyrsti maðurinn til þess að enda líf sitt í rafmagnstólnum. Þrátt fyrir að sett væru 1.000 volta spenna á stólinn lifði Kemmler enn eftir 17 sek.. Spennan var þá hækkuð um helming og aftakan varð hreint út sagt varð skelfileg.
Fangelsisstjórinn fylgdi tilmælum stjórnmálamannanna og lýsti því yfir á blaðamannafundi eftir aftökuna „að nú væru Bandaríkjamenn búnir að koma aftökumálum sakamanna á hærra og betra stig.“ Blaðamaður spurði Westinghouse um þessa aftöku og hann svaraði „Ég ætla ekki að taka afstöðu til dómsins. Þetta hefur verið miskunnarlaust og þeir hefðu gert betur með öxi.“
Rafmagnstóllinn var notaður áfram. Edison ásamt vinum sínum reyndi árangurslaust að tengja hugtakið, „Westinghoused“ við það að vera dæmdur til dauða í rafmangsstólnum.
Westinghouse og verkfræðingur hans Oliver B. Shallenberger þróuðu rafmæla mæla riðstraumsnotkun, og er sama undirstöðutækni er enn í notkun í dag. Westinghouse hannaði tækni fyrir öfluga gufuhverfla og var fyrstur til þess að láta kanna framleiðslu varmadæla. Reyndar var honum bent á að framsetning hans benti til þess að hann væri að reyna að framleiða eilífðarvél, en hann svaraði með því að þó það tækist ekki þá væri hann með einkaleyfi á þessari aðferð við varmaflutning sem er mikið nýtt í dag. George Westinghouse lést 12. mars 1914 í New York.
- Skuggahliðar menningarinnar. - 26/04/2016
- Nei takk ómögulega. Það er nóg komið - 07/04/2016
- Þetta er ógeðslegt þjóðfélag - 04/04/2016