Á hvaða launamenn á að ráðast næst?
Hvar ætlar núverandi stjórnvald að draga línuna? Nú er búið ráðast að grundvallarmannréttindum tveggja launahópa, hvaða hópar verða næstir? Á að taka flugumferðastjóra eða sjúkraliða eða grunnskólakennarastjóra eða flugfreyjur?
Á að hræða alla launamenn til fylgilags við núverandi stjórnvald? Verður lögreluvaldi beitt?
Það liggur fyrir að aðildarfélög ASÍ munu í haust fara öll í mjög harkalega baráttu, reyndar eru sum þeirra þessa dagana með kolfellda kjarasamninga.
Af hverju setja stjórnmálamenn eru aldrei lög til þess að í veg fyrir hrun launa í kjölfar gengisfellinga?
Hvers lags stjórnval ræður ríkjum á Íslandi, stjórnvald sem endurtekið veitist að grundvallaréttindum launamanna?
Af hverju er búinn að vera gengdarlaus áróður gegn flugmönnum í nánast öllum fréttatímum RÚV undanfarna daga?
Þar hafa verið leiddir hver viðmælandinn á fætur öðrum með allskonar órökstuddar fullyrðingar um íslenska flugmenn. Jafnvel hafa verið leiddir fram einhverjir erlendir álitsgjafar með skítkast um íslenska flugmenn. RÚV hefur stundað kranablaðamennsku til hins ýtrasta í þessum efnum.
Þetta eru nákvæmlega sömu vinnubrögð og fréttastofa RÚV notar ætíð gegn kjarabaráttu aðildarfélaga ASÍ þegar þau eru í kjarabaráttu. Aldrei hefur nokkur fréttastofa lagst eins lágt og fréttastofa RÚV lagðist í haust með persónulegu skítkasti í hverjum fréttatíma á fætur öðrum gegn forseta ASÍ og nánustu samstarfsmönnum hans.
Það gekk svo fram að launamönnum um land allt utan eins kaupstaðar við Faxaflóa, að þeir höfnuðu allir sem einn að eiga nokkurt samstarf með uppáhaldsviðmælanda RÚV og Kastljóssins.
- Skuggahliðar menningarinnar. - 26/04/2016
- Nei takk ómögulega. Það er nóg komið - 07/04/2016
- Þetta er ógeðslegt þjóðfélag - 04/04/2016