Ritstjóri Herðubreiðar 05/05/2014

Skassið á háskastund

Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur

Löðrungar og köpuryrði

allt er gleymt

ó kæri

 

hérna er fléttan

snúðu þér bogastreng

 

ég skal brýna búrhnífinn

og berjast líka

 

bæinn minn skulu þeir

aldrei brenna

bölvaðir.

 

 

Vilborg Dagbjartsdóttir (1930)

Avatar
Latest posts by Ritstjóri Herðubreiðar (see all)
Flokkun : Ljóðið
2,033