Skassið á háskastund
Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur
Löðrungar og köpuryrði
allt er gleymt
ó kæri
hérna er fléttan
snúðu þér bogastreng
ég skal brýna búrhnífinn
og berjast líka
bæinn minn skulu þeir
aldrei brenna
bölvaðir.
Vilborg Dagbjartsdóttir (1930)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020