mánudagar
Eftir Geir Sigurðsson
á mánudögum
umturnast upphugsuð
tilvera mín
á mánudögum
ímynda ég mér styrk
sem knýr vilja minn
inn í bjartan daginn
í stöðugri martröð minni
vakna ég, á mánudögum,
og blindast
af þessu flöktandi ljósi
eigin lygi
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020