trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 27/04/2014

Hommi, lesbía og trans er í fínu lagi. Karlmaður með sítt hár og lokk í vörinni? Það er annað mál

Fordómar gegn samkynhneigðum, transfólki og öðrum minnihlutahópum eru á undanhaldi í samfélaginu. Öðru máli gegnir um þá sem líta öðruvísi út en félagslegir staðlar og væntingar gera ráð fyrir.Arnaldur

Þetta er kjarni greinar sem Arnaldur Sigurðarson skrifar í Herðubreið. Sjálfur er hann með sítt hár og lokk í vörinni, og það hefur haft ýmsar afleiðingar:

„Mér hefur oft verið bent á það þegar illa hefur gengið að finna vinnu að atvinnuleitin myndi ganga mun betur ef ég myndi bara klippa á mér hárið og taka lokkinn úr vörinni. Nú verð ég bara að spyrja því að ég hef ekki en fengið nein lógísk svör frá því fólki sem gefur mér slík ráð, er í lagi á 21. öldinni að mismuna karlmanni fyrir sítt hár og lokk í vörinni? Hver er nákvæmlega eðlislegi munurinn á að vera karlmaður með sítt hár og lokk í vör og að vera kona með sítt hár og lokk í eyrum? […]

Ég kalla sjálfan mig stoltan þungarokksaðdáenda. Þeir líta kannski út fyrir að vera nokkuð skuggalegir við fyrstu sýn en yfirgnæfandi meirihluti þeirra er með því almennilegasta og blíðasta fólki sem ég hef kynnst. Ég sé þetta endurspeglast á Eistnaflugi, sem væri hægt að kalla árshátíð þungarokkara á Íslandi. Þar koma saman árlega um 1500 þungarokkarar og ár eftir ár fer sú hátíð friðsamlega fram, enginn slagsmál og engar nauðganir. Er til önnur íslensk útihátíð sem hefur verið haldin ár eftir ár sem getur sagt það sama?

Þrátt fyrir að vera almennt séð nokkuð hógvær og friðsamur einstaklingur, þá upplifi ég ekki bara fordóma gagnvart útliti mínu þegar ég sæki um vinnu. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef verið að labba niður götu niður í bæ og einhver gengur eða keyrir framhjá mér og öskrar „SATANISTI“, „FRÍK“, „HEY GOTHARI, MÉR LÍÐUR ÖMURLEGA“. Mér hefur verið bent á að ég kalli bara á slíka athygli með því að líta út og klæða mig eins og ég geri. Að mínu mati er álíka mikill sannleikur í því og ranghugmyndum fólks sem heldur því fram að færri konum yrði naugðað ef þær myndu klæða sig betur á djamminu.“

Grein Arnaldar í heild er hér.

Flokkun : Efst á baugi
2,252