Hefur Bjarni Ben. ekkert lært af Hönnu Birnu? Boðar afskipti ráðherra af skattrannsóknum
Ætla mætti að fréttir af afskiptum innanríkisráðherra af lögreglurannsókn í lekamálinu hafi ekki náð eyrum fjármálaráðherra.
Þetta er ályktun Indriða H. Þorlákssonar fyrrverandi ríkisskattstjóra í grein í Herðubreið. Tilefnið er tilkynning frá fjármálaráðuneytinu í gær um hugsanleg kaup á upplýsingum um skattsvik Íslendinga.
Í tilkynningunni segir m.a. að ríkisskattstjóri skuli leggja mat á mikilvægi gagnanna, en allar ákvarðanir um kaup á þeim séu háðar samráði við ráðuneytið.
Indriði hefur áður bent á, að það sé skattyfirvalda, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra, að ákveða með hvaða hætti skatteftirlit og skattrannsóknir fara fram. Ráðherra hafi ekkert um þær ákvarðanir skattyfirvalda að segja.
Hann ítrekar, að skattrannsóknarstjóri fari með lögregluvald í skattrannsóknum og spyr:
„Þýðir tilkynningin í reynd nokkuð annað en að skattrannsóknarstjóri, sem nota bene fer með lögregluvald í rannsóknum á skattalagabrotum, megi náðarsamlegast leggja mat á virði gagnanna en ákvörðunin um kaup á þeim sé ráðuneytisins? […]
Ber þetta ekki með sér að fjármálaráðuneytið ætlar sér aðkomu að málinu og hafa hönd í bagga með lokaákvörðuninni? Er þá líklegt að gengið verði gegn ráði ráðherra?“
Sjá grein Indriða hér.
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021