Ég þakka (XII)
Eftir Sigurð Ingólfsson
Ég þakka
fyrir blíðuna
sem breiðist
um brjóst mitt
þegar líf
í vöggu hjalar.
Því hjalið segir mér
að ekkert eyðist
því örskot
bæði og
framtíðin
þar talar.
Sigurður Ingólfsson (Ég þakka – fimmtíuogtvær þakkarbænir, 2014)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020