Björn Valur Gíslason 19/09/2017

Vinstri sveifla

Það eru til ýmsar leiðir til að segja frá hlutunum.

Ein er t.d. að lýsa niðurstöðum skoðanakönnunar líkt og hér er gert þannig að Vinstri græn og sjálfstæðisflokkurinn séu jafn stórir. Sem er rétt.

Hin er sú að segja frá hinu augljósa að fylgi við sjálfstæðisflokkinn hrynur á meðan Vinstri græn stórauka fylgi sitt. Sem er líka rétt og jafnframt fréttin í málinu.

Sú sveifla segir meira um hvað er að gerast í íslenskum stjórnmálum en það hvort flokkarnir eru jafnir eða ekki.

Það er vinstrisveifla í spilunum!

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)

Flokkun : Pistlar
0,449