trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 01/05/2016

Vér erum lagabrögðum beittir / og byrðar vorar þyngdar meir, / en auðmenn ganga gulli skreyttir / og góssi saman raka þeir.

Internasjónalinn1. maí

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun, ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag!
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.

Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.

Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt.

Þó að framtíð sé falin o.s.frv.

Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, – þiggjum ekki af náð.
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð.

Þó að framtíð sé falin o.s.frv.

Höfundur (á frönsku árið 1870): Eugén Potter. Íslensk þýðing: Sveinbjörn Sigurjónsson

1,327