trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 07/03/2018

Þungbúin birta

Góðvinur minn sendi mér tölvuskeyti klukkan 09:39 í dag, 7. mars með sömu fyrirsögn og er á pistlinum. Þar segir:

“Hér hefur for-vorbirtan flætt um götur og stræti en engu að síður hefur verið þungt yfir. Þingflokkur Vg (-2) stóð vörð um gerræðislega siðspillingu dómsmálaráðherra. Þetta á eftir að koma illa í bakið á flokknum. Ég sendi neðanstandandi póst á flokksskrifstofuna:

Það er með trega í huga sem ég tilkynni að ég skrái mig úr Vinstrihreyfingunni grænt framboð. Ég hef litið svo á að flokkurinn sé m.a. umbótaafl í íslenskum stjórnmálum. Nú sýnist mér fullreynt að svo sé því miður ekki. Það er ömurlegt að horfa á þingmenn flokksins verja siðleysi og gerræðislegar athafnir þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Hann lýkur svo skeytinu til mín á þessum orðum:

“Hinu pólitíska samfloti okkar er lokið í bili. Ég er á floti í næsta nágrenni eins og fjölmargir aðrir sem stimpluðu sig út í kjölfar atkvæðagreiðslunnar í gær”.

Þessi vinu minn er hæverskur og langþreyttur til vandræða. Ákvörðun hans hefur ekki verið tekin í bráðræði. Hún er skiljanleg. Hún er eðlileg. Því miður.

Þeir sem staðið hafa vörð um verklag dómsmálaráðherra, blessað gjörðir hans eða bannfært þær í orðum en stutt hann í gerðum og þannig tryggt honum áframhaldandi völd hefðu mátt hafa það í huga að þetta mál snýst ekki um þá ágætu konu og íhaldsmann, Sigríði Andersen. Það snýst heldur ekki nema að óverulegu leyti um líf ríkisstjórnar eða dauða hennar. Það snýst um það að hafa ein lög í landinu. Og halda þau. Ef þau eru óréttlát, ólíðandi, þá er hægt að fella þau úr gildi eða breyta þeim. En meðan það hefur ekki verið gert, ber að halda þau. Það er grundvöllur að samfélagi. Undirstaða. Þetta ættu allir að vita, jafnt alþingismenn sem aðrir.

Málið er ömurlegt. Það er líka sorglegt.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,222