trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 16/08/2016

Hann er á móti kerfisbreytingum

Í sumar sagðist Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vera á móti kerfisbreytingum.Valgerður Bjarnadóttir

Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður rifjaði upp þessa yfirlýsingu á þingi í dag og bætti við:

„Og hvaða kerfisbreytingum er hann á móti? Hann er á móti því að auðlindarentan hætti að renna í vasa útgerðarmanna. Hann er á móti því að auðlindarentan af raforkunni hætti að renni í vasa álfyrirtækja, hann er á móti því að breyta landbúnaðarkerfinu sem gerir Mjólkursamsölunni kleift að svína á minni framleiðendum, kerfi sem gerir forstjóra Mjólkursamsölunnar kleift að segja að neytendur eigi að borga sektir sem lagðar eru á fyrirtækið.

Í heilbrigðiskerfinu er það svo að alvarlegum veikindum fylgja alvarlegar fjárhagsáhyggjur. Vegir grotna niður í samgöngukerfinu, kosningakerfið er þannig að þeir sem búa norðan Hvalfjarðarganga hafa meira en tvöfaldan atkvæðisrétt á við þá sem búa sunnan þeirra. Og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera á móti kerfisbreytingum. Hann ver sérhagsmuni útgerðarmanna og þeir borga í kosningasjóðina, hann ver skattaívilnanir álfyrirtækjanna, kannski borga þau líka í kosningasjóðina, og ekki hef ég heyrt hann gagnrýna Mjólkursamsöluna sem ætlar að láta neytendur greiða sektir sem á fyrirtækið eru lagðar — af því að hann er á móti kerfisbreytingum.“

Ræðu Valgerðar í heild má lesa hér.

Flokkun : Efst á baugi
1,389