trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 15/10/2017

Flokkur fellur saman

Maðkarnir smjúga um innviði Sjálfstæðisflokksins. Frambjóðandi flokksins í Suðurkjördæmi, Geirjón lögreglumaður ætlar hvorki að kjósa sjálfan sig né flokkinn til þings vegna óánægju með embættisfærslu dómsmálaráðherra. Almennir kjósendur í því sama kjördæmi ætla að sammælast um það með nokkrum þingmönnum flokksins að strika yfir nafn frambjóðandans Ásmundar Friðrikssonar, sem skipar annað sæti á lista flokksins. Ástæðan er sú að Ásmundur skrifaði í Moggann grein um flóttamenn. Þar sagði hann hug sinn allan og margra samflokksmanna sinna. Utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins er, eins og alþjóð veit, eitt af nátttröllum hvítflibbans. Hann leikur nú í sjónvarpsauglýsingu fyrir flokkinn, snobbar niðurávið klæddur í gallajakka með opið í hálsinn og spyr gleiðbrosandi framúrskarandi heimskulegra spurninga. Og Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins og stuðningsmaður Ásmundar Friðrikssonar ritar um kosningarnir í Austurríki þar sem afturhaldið er að gera það gott. Hann skrifar: “Íslenskir kjósendur ættu að fylgjast með því sem gerist í Austurríki í dag og huga að úrslitum í öðrum Evrópuríkjum og ekki kjósa yfir sig vinstri stjórn laugardaginn 28. október, stjórn sem opnar landamæri … “

Það er bæði fróðlegt og furðulegt að fylgjast með því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er að falla saman fyrir sjálfum sér, frambjóðendum sínum og  aðal hugmyndafræðingi. Því er ástæða til að hvetja fólk til þess að leggja eyru við orðum sjálfstæðismanna það sem eftir er kosningabaráttunnar. Og velta vöngum yfir þeim. Til dæmis stöðugum og margsviknum loforðunum þeirra um aukna velferð, bætt menntakerfi, aukna samhjálp. Þetta ætla þeir allt að efna með lækkun skatta!

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,408