Blessuð sértu borgin mín
byggðin fagra á nesi lágu.
Litskrúðugu þökin þín
þegar sólin á þau skín
glitra eins og gullið skrín
gersema við sundin bláu.
Blessuð sértu borgin mín,
byggðin fagra á nesi lágu.
Æskuslóðir indælar
enn ég lít á hverjum degi.
Bárujárn og bakgarðar,
bernskusporin minningar,
er ég geng um göturnar,
glæða lífi á förnum vegi.
Æskuslóðir indælar
enn ég lít á hverjum degi.
Davíð Þór Jónsson
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021