trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 21/01/2019

Blessuð sértu borgin mín

Blessuð sértu borgin mín,

byggðin fagra á nesi lágu.

Litskrúðugu þökin þín

þegar sólin á þau skín

glitra eins og gullið skrín

gersema við sundin bláu.

Blessuð sértu borgin mín,

byggðin fagra á nesi lágu.

 

Æskuslóðir indælar

enn ég lít á hverjum degi.

Bárujárn og bakgarðar,

bernskusporin minningar,

er ég geng um göturnar,

glæða lífi á förnum vegi.

Æskuslóðir indælar

enn ég lít á hverjum degi.

Davíð Þór Jónsson

Flokkun : Ljóðið
1,441