trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 29/10/2018

B-deildin

Eftir að “kulda”æfingum Natóhersins lauk hérlendis voru þær færðar til norðurhéraða Noregs og bætt í heraflann þúsundum hermanna, skriðdreka, herskipa og flugvéla. Þar eru helstu herforingjarnir samankomnir með norska kratanum, framkvæmdatjóra Nató. Svo eru þarna innkaupastjórar hergagna Nató-ríkjanna og fulltrúar stærstu framleiðenda hergagna ásamt kaupendum þeirra. Þetta er hergagnasýning með lifandi líkum á kreiki. Þetta er kaupstefna.

Á sama tíma og verið er að sýna og selja vopn á vegum Nató í Noregi er haldin friðarráðstefna á vegum Nató. Mbl.is segir í dag 29.10.´18 :  “Árleg ráðstefna Atlants­hafs­banda­lags­ins, NATO, um af­vopn­un, eft­ir­lit og tak­mörk­un á út­breiðslu gereyðinga­vopna hefst í dag.” Hún er haldin í Reykja­vík. Þarna koma fram aukaleikarar Nató. B-liðið, svo notað sé íþróttamannamál. Afgangur, þeir sem komast ekki einu sinni á varamannabekki A-liðsins.

Mbl.is skýrir frá því, drýldið, að fjölmiðlum gefst hvorki meira né minna en kostur á “að fylgjast með opnun ráðstefnunnar en þar flytja meðal ann­ars ávörp Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra og Rose Gottemoell­er, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins.“

Þeim líður vel núna, hræddu körlunum, á meðan þeir sitja hlusta á fagurgala B-liðsins um frið á jörð, staurblindir á heiminn á sinni afvopnunarráðstefnu því aðalforstjóri Nató, herra Trump ætlar, að rifta afvopnunarsáttmála, hefja framleiðslu kjarnorkuvopna, selja Sádum vopn fyrir miljarði dala og byrja nýt stríðskapphlaup með stórauknu öryggi fyrir heimsbyggðina.

Til hamingju með tvöfeldnina, Varðberg, til hamingju með óheilindin!

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,336